Öldum frá

Heilagt orð Guðs öldum frá
eflir hug og mætir þrá.
Á því tímans tönn ei vann.
Trú og vissu í því fann.

Viðlag:
    Gömlu orðin ávallt sönn
    okkur breyta’ í dagsins önn.
    Komum enn með opinn hug,
    orðið kveikir von og dug.

Lífsins orð Guðs vekur von,
veitir styrk og hjálp í raun.
Sama hvar ég sef og fer
sígilt orð Guðs heim mig ber.

Trúarorðin eyrum ná,
okkur gefin öldum frá,
kostað hafa fórn og háð.
Heyrið trúföst orð um náð!

Heilagt orð Guðs varðveitt vel,
veganesti’ í heimi hér.
Elsku Guðs og ást til manns
orðið tjáir miskunn hans.

Guðlaugur Gunnarsson
Október 2014