Ekki ég, Kristur gaf það mér

Ó hvílík gjöf sem gefin er í Jesú,
sú gjöf er æðst á himni og á jörð.
Ég gleði finn og réttlæti og frelsi,
mér gefur frið og djúpan kærleik sinn.

Ég á það traust, mín eina von er Jesús.
Líf mitt allt í honum fólgið er.
Svar Guðs við minni þrá, Ég syng: „Allt nú ég á!“
Ekki ég, Kristur gaf það mér.


Þótt nótt sé myrk mig yfirgefur ekki,
því ávallt hjá mér frelsari minn er.
Ég áfram berst í þrautum jafnt sem þýðu,
í minni þörf er máttur hans svo ljós.

Ég á það traust, mín góður hirðir gætir,
djúpa gegnum dali hann mig ber.
Hörfar óvina her, sigur unninn nú er,
ekki‘ af mér, Kristur gaf hann mér.


Ég hræðist ei, því fyrirgefning á ég
og eilíft líf, mitt verð hann hefur greitt.
Því Jesús dó, hans blóð frá dómi sýknar,
frá gröf og deyð hann reis og sigur vann.

Ég á það traust, mín synd er sjónum horfin.
Jesús sjálfur málsvari minn er.
Enga fjötra ég ber, nú ég frjáls orðinn er.
Ekki ég, Kristur gaf það mér.


Nú þrá mín eykst að fylgja ávallt Jesú,
Hans loforð er að fara með mig heim.
Hvern nýjan dag hann styrk mér stöðugt gefur
uns glaður stend ég hásæti hans við.

Ég á það traust, mín eina von er Jesús,
honum eilíf dýrð og lofgjörð ber.
Er ég markinu næ, enn ég sagt aðeins fæ:
Ekki ég, Kristur gaf það mér.

Ég á það traust, mín eina von er Jesús,
honum eilíf dýrð og lofgjörð ber.
Er ég markinu næ, enn ég sagt aðeins fæ:
Ekki ég, Kristur gaf það mér.
Er ég markinu næ, enn ég sagt aðeins fæ:
Ekki ég, Kristur gaf það mér.
Ekki ég, Kristur gaf það mér.

Guðlaugur Gunnarsson þýddi
20. maí 2021

Yet Not I But Through Christ In Me

What gift of grace is Jesus my Redeemer
There is no more for Heaven now to give
He is my joy, my righteousness and freedom
My steadfast love, my deep and boundless peace

To this I hold, my hope is only Jesus
For my life is wholly bound to His
Oh, how strange and divine, I can sing, "all is mine"
Yet not I but through Christ in me


The night is dark but I am not forsaken
For by my side the Savior He will stay
I labor on in weakness and rejoicing
For in my need His power is displayed

To this I hold, my Shepherd will defend me
Through the deepest valley He will lead
Oh, the night has been won and I shall overcome
Yet not I but through Christ in me


No fate I dread, I know I am forgiven
The future sure, the price it has been paid
For Jesus bled and suffered for my pardon
And He was raised to overthrow the grave

To this I hold, my sin has been defeated
Jesus now and ever is my plea
Oh, the chains are released, I can sing "I am free"
Yet not I but through Christ in me


With every breath I long to follow Jesus
For He has said that He will bring me home
And day by day, I know He will renew me
Until I stand with joy before the throne

To this I hold, my hope is only Jesus
All the glory evermore to Him
When the race is complete, still my lips shall repeat
Yet not I but through Christ in me

To this I hold, my hope is only Jesus
All the glory evermore to Him
When the race is complete, still my lips shall repeat
Yet not I but through Christ in me
When the race is complete, still my lips shall repeat
Yet not I but through Christ in me
Yet not I but through Christ in me


Michael Ray Farren, Richard C. Thompson, Jonny Robinson


https://youtu.be/rNXd0KQaYXg
https://youtu.be/pGaCroQGXAM
https://youtu.be/_HLMLYoeB6I