eftir Guðlaug Gunnarsson (C)
Gengið hef ég langan veg um lífsins órastig.
Létt það var á stundum og gæfan lék við mig.
Öðrum stundum vindur blés og veðrið reyndist kalt,
vegur lá á brattan, og þraut mér reyndist allt.
Svo ef ganga þurfti ég í gegnum þungan straum
þreyttur gat ég aðeins veitt næsta skrefi gaum,
fór þá
að sem drengur fönn í stormi' er faldi leið
faðir minn er leiddi mig öruggt heim á leið.
Þá tók ég eitt skref í einu, svo áfram kæmist
ég.
Eitt skref í einu um lífsins þrönga veg.
Því að eitt skref í einu mig færir marki nær.
Hingað færðu
mig skrefin sem ég fetaði í gær. x2
Eitt sinn reyndust verkefnin mér verða allt of þung
Var þá niðurdreginn, það sá mín dóttir ung.
„Gerðu
eins og klukkan, pabbi!“ kallaði hún þá.
„Kann hún bara' að tifa og taka skrefin smá.
Talið ef hún gæti fjölda tifa daginn þann
tæki' hún ekki fleiri.
Hún tifa aðeins kann.“
Orðin hennar veittu mér nýtt hugrekki og kraft,
hafa margoft síðan þau sömu áhrif haft.
Þá tók ég eitt
skref í einu, svo áfram kæmist ég.
Eitt skref í einu um lífsins þrönga veg.
Því að eitt skref í einu mig færir marki nær.
Hingað færðu mig skrefin sem ég fetaði í gær. x2
Lært ég hef að degi hverjum dugi þjáning sín.
Dreyma læt mig heldur að björt sé
framtíð mín.
Undan lætur rökkrið þegar sól úr hafi rís
réttan veg að ganga ég leiðarljós mér kýs.
Gengið hef ég langan veg og
hingað kominn er,
horfi fram á veginn, þar birta ljómar mér.
Líti ég til baka engin byrði var um megn
borin var hún með mér í gegnum sól og regn.
Nú tek ég eitt skref í einu, svo áfram komist ég.
Eitt skref í einu um lífsins þrönga veg.
Því að eitt skref í einu
mig færir marki nær.
Hingað færðu mig skrefin sem ég fetaði í gær. (x2)
Guðlaugur Gunnarsson, maí 2007.