Ég á mér von

Ég á mér von er vekur hjarta mitt
og veitir styrk er dag hvern nægir mér.
Sá vonarneisti er sem óljós fyrirmynd
en efinn burtu fer.
Í Kristi á ég eilíft líf,
hann er í dómi einn mín hlíf.
Mín æðsta köllun og mín ósk er sú
að una vilja hans.

Ég á mér von sem huga lyftir hátt
og hughreyst fær ef örvænta ég fer.
Þótt heimur felli mig í djúpan forarpytt
þar frelsari minn er.
Ef framtíð kvíði’ eg, kvöl er í,
þá kjark mér gefa orð hans hlý
því öruggt hvíli ég á armi hans
sem ávalt heim mig ber.

Ég á mér von sem lifir ævilangt
og lyftir augum yfir dauðans gröf
og sér þá dýrð er loksins eftir lífið strangt
ég lífið fæ að gjöf.
Er eymd og sorgir engan þjá
og uppfyllt er hver hjartans þrá
þá himnesk gleði fyllir huga minn
því heim ég kominn er.


Guðlaugur Gunnarsson þýddi,
9. apríl 2012

There is a hope

There is a hope that burns within my heart
That gives me strength for every passing day
A glimpse of glory now revealed in meagre part
Yet drives all doubt away
I stand in Christ with sins forgiven
And Christ in me the hope of heaven
My highest calling and my deepest joy
To make His will my home.

There is a hope that lifts my weary head
A consolation strong against despair
That when the world has plunged me in its deepest pit
I find the Saviour there
Through present sufferings future's fear
He whispers courage in my ear
For I am safe in everlasting arms
And they will lead me home.

There is a hope that stands the test of time
That lifts my eyes beyond the beckoning grave
To see the matchless beauty of a day divine
When I behold His face
When sufferings cease and sorrows die
And every longing satisfied
Then joy unspeakable will flood my soul
For I am truly home


Stuart Townend and Mark Edwards