Ég vissi alltaf að þú yrðir mín.

Ég sá þig fyrst eitt sumarkvöld
er saman áttum leið um Skuggasund.
Þá lifði glóð – um stund
við hvern ástarfund.

Hvað gerðist svo? Við gengum burt
og götur okkar lágu aðra leið
og ástin rann sitt skeið.
Lífið okkar beið.

Sú ástarglóð sem áttum við
hún var unaðsleg sem besta vín.
En hvað veldur því?
Ég von þá átti að þú yrðir mín.

Það liðu ár og lífsins fár,
Við lífið höfðum smakkað bæði tvö
Svo hittumst við – á ný.
Kviknar ástin hlý.

Þá ástarglóð við eigum nú
hún er unaðsleg sem besta vín.
En hvað veldur því?
Ég vissi alltaf að þú yrðir mín.

Ennþá hitna þær gömlu glæðurnar
og þær gefa mér endalausan unað.
Enn sem fyrr elska ég þig!

Þá ástarglóð við eigum nú
hún er unaðsleg sem besta vín.
En hvað veldur því?
Ég vissi alltaf að þú yrðir mín.
Ég vissi alltaf að þú yrðir mín.


Guðlaugur Gunnarsson
8.september 2021