Ég er þinn

Lát minn söng lof þér færa.
Lát minn söng tigna þig.
Ég er þinn, ó Guð. Ég er þinn, ó Guð

Andi þinn ofan komi,
okkar hug lífgi við.
Ég er þinn, ó Guð. Ég er þinn, ó Guð.

Mitt hjarta er þér opið.
Ekkert þér er hulið.
Þig einan þrái ég!
Hátign öll þér hæfir.
Heiður átt þú skilið.
Eld sendu yfir mig!

Lofsöng minn lát þig hylla,
lyfta hátt þinni frægð.
Ég er þinn, ó Guð. Ég er þinn, ó Guð.

Lát þitt orð leysa kraft þinn,
lífga við dauða sál.
Ég er þinn, ó Guð. Ég er þinn, ó Guð.

Mitt hjarta er þér opið.
Ekkert þér er hulið.
Þig einan þrái ég!
Hátign öll þér hæfir.
Heiður átt þú skilið.
Eld sendu yfir mig!
[x2]

Þig laði söngur minn,
með lofgjörð býð þér inn
Ó, elsku Drottinn minn,
ver ávallt velkominn!
[x2]

Þig dái sérhver sál,
þig sæmi lofsöngsmál.
Ó, elsku Drottinn minn,
ver ávallt velkominn!

Þig laði söngur minn,
með lofgjörð býð þér inn.
Ó, elsku Drottinn minn,
ver ávallt velkominn!

Guðlaugur Gunnarsson þýddi
2. júní 2016.

Here for you

Let our praise be Your welcome
Let our songs be a sign
We are here for You, we are here for You

Let Your breath come from heaven
Fill our hearts with Your life
We are here for You, we are here for You

To You our hearts are open
Nothing here is hidden
You are our one desire
You alone are holy
Only You are worthy
God, let Your fire fall down

Let our shout be Your anthem
Your renown fill the skies
We are here for You, we are here for You

Let Your Word move in power
Let what's dead come to life
We are here for You, we are here for You

To You our hearts are open
Nothing here is hidden
You are our one desire
You alone are holy
Only You are worthy
God, let Your fire fall down
[x2]

We welcome You with praise
We welcome You with praise
Almighty God of love
Be welcomed in this place
[x2]

Let every heart adore
Let every soul awake
Almighty God of love
Be welcomed in this place

We welcome You with praise
We welcome You with praise
Almighty God of love
Be welcomed in this place

Matt Redman – 2011