Söngur um ást

Heyrt hef ég sagt að fjallstind klífa myndi maður
svo mætti vera þeim hjá sem hann ann.
En hversu oft braut hann orðin sín aftur.
Þetta aldrei gat hann.
Ég hef ei klifið hæstu tinda,
en sú hæð er ég gekk var Golgata.
Gæti‘ eg nálgast þig, gerði ég hvað sem er,
greiða myndi hvaða gjald sem er.
Gæti‘ eg nálgast þig, gæfi ég hvað sem er,
jafn vel gefa eigið líf!

Heyrt hef ég sagt að heimshöf synda myndi maður
svo mætti vera þeim hjá sem hann ann.
En draumur sá er aðeins innantómt blaður.
Þetta alls enginn kann!
Ég hef ei synt í hafsins djúpi,
en á hafrótinu gengið ég hef.
Gæti‘ eg nálgast þig, gerði ég hvað sem er
greiða myndi hvaða gjald sem er.
Gæti‘ eg nálgast þig, gæfi ég hvað sem er
jafn vel gefa eigið líf!


Ég veit þú skilur ekki það hve elska mín er djúp,
Að í ást ég dó á krossi vegna þín.
Og ég veit þú skilur ekki það, að allt hef gefið þér
Enn ég lofa: Aftur gera mynd það!
Svo gæti nálgast þig, gerði ég hvað sem var
Greiddi allt það gjald sem greiða bar
Svo gæti‘ eg nálgast þig, gaf ég hvað sem var
Já, ég gaf mitt eigið líf.
ég gaf mitt eigið líf
:,: svo gæti‘ eg náð til þín:,:

Guðlaugur Gunnarsson þýddi,
19. febrúar 2018

Love song

I've heard it said that a man would climb a mountain
Just to be with the one he loves
How many times has he broken that promise
It has never been done
I've never climbed the highest mountain
But I walked the hill of Calvary
Just to be with you, I'd do anything
There's not price I would not pay
Just to be with you, I'd give anything
I would give my life away

I've heard it said that a man would swim the ocean
Just to be with the one he loves
But all of those dreames are an empty motion
It can never be done
I've never swam the deepest ocean
But I walked upon the raging sea
Just to be with you, I'd do anything
There's not price I would not pay
Just to be with you, I'd give anything
I would give my life away

I know that you don't understand the fullness of My love
How I died upon the cross for your sins
And I know you don't realize how much that I gave you
But I promise, I would do it all again
Just to be with you, I did everything
There's not price I did not pay
Just to be with you, I gave everything
Yes, I gave my life away
I gave my life away
Just to be with you.

Third Day